Landslið

U17 karla - Leikið gegn Ítalíu á þriðjudaginn

Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma

12.3.2018

U17 ára lið karla leikur síðasta leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 á þriðjudaginn, en þá mætir liðið Ítalíu. 

Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma og fer fram á Sportpark Zuideinderpark. Leikið er í Hollandi.

Strákarnir hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa, 1-2 gegn Hollandi og 0-3 gegn Tyrklandi. Holland er á toppi riðilsins með sex stig, en síðan koma Tyrkland og Ítalía með þrjú stig.

Hægt verður að fylgjast með lýsingu frá leiknum á vef UEFA.

Vefur UEFA
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög