Landslið

U17 karla - Leikið gegn Tyrklandi á laugardaginn

Leikurinn hefst klukkan 13:00 að íslenskum tíma

9.3.2018

U17 ára lið karla leikur á laugardaginn annan leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 þegar liðið mætir Tyrklandi. 

Leikurinn hefst klukkan 13:00 og fer fram á Sportpark Parkzicht, en riðillinn fer fram í Hollandi. 

Strákarnir mættu heimamönnum á miðvikudaginn og töpuðu 1-2, en það var Andri Lucas Guðjohnsen sem skoraði mark Íslands af vítapunktinum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög