Landslið

A kvenna - Leikið um 9. sætið gegn Danmörku í dag

Leikurinn hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma

7.3.2018

A landslið kvenna leikur í dag síðasta leik sinn á Algarve Cup þegar liðið mætir Danmörku í leiknum um 9. sætið. 

Þetta er í annað sinn sem liðin mætast á mótinu, en þau voru einmitt saman í riðli. Fyrri leikur þeirra endaði með markalausu jafntefli. 

Leikurinn fer fram á Est. Municipal de Vila Real Santo Antonio og hefst hann klukkan 18:30 að íslenskum tíma. 

Dómari leiksins er Salima Mukansanga frá Rúanda, en henni til aðstoðar verða Josiane Mbakop frá Kamerún og Bielignin Some frá Burkína Fasó. Fjórði dómari leiksins er Lidya Tafesse Abebe frá Eþíópíu.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög