Landslið

U17 karla - Fyrsti leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn

Leikið gegn Hollandi

6.3.2018

U17 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í milliriðlum undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn, en þá mætir liðið Hollandi. 

Ísland er í riðli með Hollendingum, Tyrklandi og Ítalíu, en leikið er í Hollandi. 

Leikurinn hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma og fer fram á Sportpark Parkzicht. 

Leikjaplan Íslands: 

Holland - Ísland miðvikudaginn 7. mars klukkan 15:00 

Tyrkland - Ísland laugardaginn 10. mars klukkan 13:00 

Ítalía - Ísland þriðjudaginn 13. mars klukkan 18:00 

Liðið sem endar í 1. sæti riðilsins fer áfram í lokakeppni EM 2018 sem fer fram í Englandi dagana 4.-20. maí.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög