Landslið

A kvenna - Ísland mætir Danmörku á miðvikudaginn í fyrsta leik liðanna á Algarve Cup

Leikurinn hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma

27.2.2018

A landslið kvenna mætir á miðvikudaginn Danmörku í fyrsta leik liðanna á Algarve Cup. 

Leikurinn fer fram á Estadio Municipal de Lagos og hefst hann klukkan 18:30 að íslenskum tíma. 

Í riðlinum eru einnig Japan og Holland, en þau mætast á morgun. 

Fyrir Íslendinga sem búa í Danmörku má benda á að leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á heimasíðu danska knattspyrnusambandsins, en aðeins verður hægt að horfa á leikinn þar í Danmörku.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög