Landslið

U17 kvenna - 2-1 tap fyrir Spáni í lokaleik riðilsins

Enduðu í öðru sæti og eru komnar í milliriðla

8.10.2017

U17 ára lið kvenna lék í dag síðasta leik sinn í riðlinum í undankeppni EM 2018 og voru mótherjar dagsins Spánn. Leikið var í Azerbaijan og hófst leikurinn klukkan 15:00.

Ísland var fyrir leikinn þegar komið í milliriðla, eins og Spánn. Ísland vann Azerbaijan 2-0 og Svartfjallaland 6-0 á meðan Spánn vann Svartfjallaland 22-0 og Azerbaijan 3-0. 

Leikurinn í dag endaði með 2-1 sigri Spánverja, en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem skoraði mark Íslands eftir 32 mínútur. 

Spánn var töluvert betri aðilinn í leiknum og áttu 12 marktilraunir gegn þremur hjá Íslandi.

Byrjunarlið Íslands í dag:

Markmaður - Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving 

Vinstri bakvörður - Íris Þórðardóttir 

Hægri bakvörður - Karólína Jack, fyrirliði 

Miðverðir - Katla Þórðardóttir og Hildur Þóra Hákonardóttir 

Miðja - Ísafold Þórhallsdóttir, Clara Sigurðardóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 

Hægri kantur - Barbára Gísladóttir 

Vinstri kantur - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 

Framherji - Helena Ósk Hálfdánardóttir

Áfram Ísland!Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög