Landslið

500 miðar til viðbótar á Finnland – Ísland

Fara í sölu 4. júlí

3.7.2017

KSÍ hefur fengið 500 miða til viðbótar á leikinn gegn Finnlandi, en áður höfðu allir 2000 miðar sem fengust selst upp. Völlurinn tekur um 16.800 manns í sæti og því er ljóst að stuðningur við liðið verður mikill á leiknum. 

Þessir miðar eru ekki á sama stað og þeir miðar sem KSÍ hefur áður fengið, en eru þó við sama enda vallarins. Sala á þessum miðum mun hefjast á morgun, 4. júlí, klukkan 12:00 á midi.is.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög