Landslið

U16 kvenna - 1-0 tap gegn Frökkum

2.7.2017

Ísland lék í dag annan leik sinn á Norðurlandamóti U16 kvenna þegar liðið mætti Frakklandi. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og íslenska liðið spilaði vel, þó Frakkar hafi aðeins verið meira með boltann án þess að skapa mikla hættu. Staðan var því markalaus í hálfleik. Íslensku stelpurnar héldu áfram að spila vel í seinni hálfleik, sköpuðu sér töluvert af færum og voru oft á tíðum óheppnar að ná ekki að skora. Það voru hins vegar Frakkar sem gerðu það eftir 66 mínútur og var það eina mark leiksins. Það má því segja að úrslitin hafi verið ósanngjörn að einhverju leyti, en engu að síður frábær frammistaða. Liðið leikur síðasta leik sinn í riðlinum á þriðjudaginn gegn Svíþjóð og hefst leikurinn klukkan 15:30 að íslenskum tíma. Leikið er um sæti á fimmtudaginn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög