Landslið

U16 kvenna - Góður sigur í fyrsta leik

1.7.2017

U16 kvenna hóf Norðurlandamótið með góðum sigri á Finnlandi, 2-1. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik. 

Finnar náðu að jafna eftir hlé, en Barbára Sól Gísladóttir skoraði síðan sigurmark Íslands um miðjan seinni hálfleik og þar við sat. Ísland byrjar því mótið mjög vel, en næsti leikur þess er á sunnudaginn gegn Frakklandi og hefst hann klukkan 11:00. 

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög