Landslið

A kvenna - Aðsóknarmet á Laugardalsvelli

13.6.2017

Aðsóknarmet var slegið á Laugardalsvelli þegar 7.521 áhorfandi mætti á kveðjuleik A landsliðs kvenna sem senn heldur til Hollands til að taka þátt í lokakeppni EM. 

Andstæðingurinn í dag var Brasilía sem er eitt besta landslið í heimi. Eina mark leiksins var skorað af Mörtu á 67. mínútu en frammistaða íslenska liðsins var með miklum ágætum í leiknum.

Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu sitt fyrsta dauðafæri þegar aðeins voru liðnar rétt um 20 sekúndur af leiknum. Dauðafæri íslenska liðsins urðu fleiri í leiknum en herslumuninn vantaði til að koma boltanum í netið og varð niðurstaðan því 0-1 sigur gestanna frá Brasilíu. 

Stemningin í Laugardalnum var frábær í dag. Stuðningsmannasvæðið fyrir framan Laugardalsvöll var mjög vel sótt og eiga stuðningsmenn heiður skilinn fyrir sína frammistöu í dag rétt eins og leikmennirnir.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög