Landslið

U19 kvenna – Jafntefli í lokaleiknum í milliriðli EM

12.6.2017

U19 ára landslið kvenna lék síðasta leik sinn í milliriðli EM í morgun. Leikurinn var gegn Sviss og endaði hann með 2-2 jafntefli. 

Ísland byrjaði leikinn af krafti og skoraði Ásdís Karen Halldórsdóttir fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Sviss jafnaði leikinn á 29. mínútu og var staðan 1-1 í hálfleik. Sviss komst svo yfir á 68. mínútu en Dröfn Einarsdóttir skoraði síðasta mark leiksins á 74. mínútu, 2-2 var lokaniðurstaða leiksins. 

Ísland endaði í neðsta sæti riðilsins með 1 stig en Þýskaland vann alla sína leiki og sigraði því riðilinn með 9 stig.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög