Landslið

U21 karla - 3-0 tap á móti Englendingum í vináttuleik í dag

10.6.2017

U21 árs lið karla tapaði 3-0 á móti sterku liði Englendinga á St. George's Park í dag. Leikurinn var vináttuleikur og mikilvægur liður í undirbúningi enska liðsins fyrir lokakeppni EM. 

Englendingarnir stilltu upp mjög sterku liði og sóttu án afláts í fyrri hálfleiknum en fengu ekki nema eitt gott færi. Íslenska liðið fékk einnig mjög gott færi í fyrri hálfleiknum og hefðu bæði lið hæglega geta verið búin að skora sitthvort markið þegar flautað var til leikhlés en staðan var 0-0 í hálfleik. 

Englendingar gerðu 11 skiptingar í hálfleik og var það mun sókndjarfara lið sem hóf seinni hálfleikinn. Okkar menn vörðust hins vegar mjög vel framan af hálfleiknum en óþreytt lið englendinga náði að lokum að brjóta niður öflugan varnarmúr íslenska liðsins og skoraði 3 mörk á síðustu 25 mínútum leiksins. 

Eyjólfur Sverrisson var mjög ánægður með frammistöðu leikmanna íslenska liðsins en miklar framfarir hafa verið á liðinu á milli leikja og hugarfar leikmanna hefur verið til fyrirmyndar. 

Þjálfari Englendinga var einnig sáttur eftir leikinn og hafði á orði í leikslok að það hafi verið mjög erfitt að spila á móti Íslendingum og að mikil þolinmæðisvinna hafi verið að brjóta niður varnarmúr liðsins.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög