Landslið

U19 kvenna - 4-0 tap gegn Þýskalandi í fyrsta leik

7.6.2017

Íslenska U19 ára landslið kvenna tapaði 4-0 fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik sínum í milliriðli EM í Þýskalandi í dag. Þýska liðið var mun sterkara í leiknum en staðan var 1-0 í hálfleik. 

Þýska liðið skoraði svo tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks og tryggði svo öruggan sigur með fjórða markinu undir lok leiks. 

Sviss og Pólland gerðu markalaust jafntefli í riðlinum en næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á föstudag og síðasti leikurinn verður svo gegn Sviss á mánudag. 

Sigurliðið í riðlinum kemst í úrslitakeppni EM ásamt því liði sem bestum árangri nær í öðru sæti í riðlunum 6.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög