Landslið

A karla – Undirbúningur fyrir stórleikinn gegn Króötum

7.6.2017

Leikmenn A landsliðs karla undirbúa sig nú af kappi fyrir stórleikinn gegn Króötum. Leikurinn fer fram sunnudaginn 11. júní nk. á Laugardalsvelli og er liður í undankeppni HM 2018. Liðin eru sem stendur í 1. og 2. sæti I riðils þar sem Króatía er með 13 stig en Ísland er með 10 stig. Með góðri frammistöðu og sigri í leiknum á sunnudaginn komast strákarnir okkar því upp að hlið Króata í efsta sæti riðilsins. 

Undirbúningur liðsins hófst formlega á mánudag þegar liðið kom saman á Laugardalsvelli. Í gær, þriðjudag, var spilaæfing þar sem stillt var upp í 11 á móti 11. Leikmenn fá frí frá æfingu í dag en á morgun og föstudag mun þjálfarateymið fara ítarlega yfir leikskipulagið sem ætlað er til að fella Króatana. 

Liðin hafa 5 sinnum mæst og þar af Króatarnir haft betur í 4 viðureignum og einn leikur endaði með jafntefli. Markatalan úr viðureignunum 5 er 1-11 Króötum í vil. 

Uppselt er á leikinn á sunnudag en í tilefni af 70 ára afmæli KSÍ hefur verið ákveðið að vera með risaskjá á bílastæðinu fyrir framan Laugardalsvöll þar sem öllum er velkomið að mæta og horfa saman á leikinn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög