Landslið

A kvenna - Miðasala á leik Íslands og Brasilíu hefst klukkan 12:00

Miðasalan hefst kl. 12:00 á hádegi á miði.is

30.5.2017

Stelpurnar okkar leika kveðjuleik á Laugardalsvelli gegn Brasilíu áður en haldið er á EM í Hollandi. Þetta er engin smáleikur en Brasilía, eitt besta landsliðs heims, mætir á Laugardalsvöllinn og etur kappi við stelpurnar okkar. Með Brasilíu leika margar af bestu knattspyrnukonum heims og fær íslenska landsliðið því verðugt verkefni á Laugardalsvelli þann 13. júní. 

Miðasala á leikinn hefst í dag, miðvikudag, kl. 12:00 á hádegi. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 13. júní, kl. 18:30, á Laugardalsvelli og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is

Miðaverð er kr. 1.500 og frítt er fyrir 16 ára og yngri. 

Mætum með fjölskylduna og kveðjum stelpurnar okkar á viðeigandi hátt!

Það verður samba-stemning í Laugardalnum og stelpurnar vilja fá FULLAN Laugardalsvöll! 
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög