Landslið

A karla - Aukamiðar á Finnland - Ísland í sölu þann 24. maí

400 miðar fara í sölu klukkan 12:00 þann 24. maí á miði.is

19.5.2017

Mikill áhugi er á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM en leikurinn fer fram þann 2. september í Tampere í Finnlandi. Allir miðar á svæði stuðningsmanna Íslands seldist upp þegar þeir fóru í sölu og óskaði KSÍ eftir fleiri miðum. Það bar árangur og fara 400 miðar í sölu n.k. miðvikudag. 

Miðarnir eru á svæði stuðningsmanna Íslands og kosta 3000 krónur. Miðasalan hefst klukkan 12:00, miðvikudaginn 24. maí á miði.is. 

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög