Landslið

Vináttulandsleikur í Eistlandi 20. nóvember

30.7.2002

A landslið karla mun leika vináttulandsleik gegn Eistlendingum í Tallinn 20. nóvember næstkomandi. Þjóðirnar hafa mæst tvisvar sinnum áður og hafa Íslendingar sigrað í bæði skiptin, 4-0 á Akureyri 1994 og 3-0 í Tallinn 1996. Þorvaldur Örlygsson gerði þrennu í leiknum á Akureyri og Bjarki Gunnlaugsson gerði öll þrjú mörkin í leiknum í Tallinn, sem var fyrsti landsleikur Eiðs Smára Guðjohnsen, en hann kom inn á fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen.

Fyrri viðureignir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög