Landslið

NM U17 karla - Leikið gegn Dönum í dag

31.7.2002

Ísland mætir Danmörku á Norðurlandamóti U17 landsliða karla í Luleå í dag og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. Byrjunarlið Íslands er óbreytt frá fyrsta leik liðsins í mótinu, 0-0 jafntefli gegn Slóvökum, sem fjallað er um hér neðar á síðunni. Leikjaniðurröðun og riðlaskiptingu má skoða í valmyndinni hér til vinstri, undir Mótamál / Mót.

Lið Íslands í dag (4-5-1):

Markvörður: Jóhann Ólafur Sigurðsson.

Varnarmenn: Sigurbjörn Ingimundarson, Kristján Hauksson, Kristinn Darri Röðulsson, Kjartan Ágúst Breiðdal.

Tengiliðir: Ingólfur Þórarinsson, Ágúst Örlaugur Magnússon, Ragnar Sigurðsson, Hilmar T. Arnarsson, Hafþór Æ. Vilhjálmsson.

Framherji: Hjálmar Þórarinsson (fyrirliði).

Hópurinn | Dagskrá


Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög