Landslið

NM U17 kvenna

2.7.2001

U17 landslið Íslands í kvennaflokki lék fyrsta leik sinn í Opna Norðurlandamótinu á sunnudag og þurfti að sætta sig við 0-2 tap gegn Frökkum. Fyrra mark Frakkanna kom úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en annað markið um miðjan síðari hálfleik. Íslenska liðið sótti í sig veðrið undir lokin og var gerð hörð hríð að marki Frakklands, en án árangurs. Næsti leikur Íslands er á þriðjudag gegn Svíum. Mótinu er skipt í A-riðil og B-riðil, en leikir um sæti fara fram 7. júlí.

Einnig má fylgjast með mótinu á heimasíðu norska knattspyrnusambandsins með því að smella á tengilinn hér að neðan. Veljið tenginguna "Live" í dálkinum hægra megin og þá birtist yfirlit yfir gang mála í öllum leikjum, liðsuppstillingar o.fl.

Hópurinn | Dagskrá | NM U17 kvenna á www.fotball.no


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög