Landslið

A karla - Sigur gegn Kína

Ísland leikur úrslitaleik mótsins á sunnudaginn

10.1.2017

Ísland vann 2-0 sigur á Kína á China Cup sem haldið er í Nanning í Kína. Sigurinn þýðir að Ísland leikur til úrslita á mótinu sem fer fram á sunnudaginn og mætir íslenska liðið Króatíu eða Síle í úrslitaleiknum. 

Heimamenn héldu boltanum vel innan liðsins í fyrri hálfleik og sköpuðu sér betri færi án þess þó að skora. Íslenska liðið spilaði góða vörn og náði álitlegum skyndisóknum. Íslenska liðið sótti svo í sig veðrið í seinni hálfleik og uppskar að lokum sigur í leiknum. Fyrra mark Íslands kom á 64. mínútu en það var Kjartan Henry Finnbogason sem skoraði markið. Björn Daníel Sverrisson átti gott skot á markið sem var varið en Kjartan fylgdi vel á eftir og kom Íslandi yfir. Seinna mark Íslands kom á 88. mínútu en þá komst Ísland í skyndisókn sem endaði á því að Aron Sigurðarson átti gott skot á markið en markmaður Kína náði ekki að verja. 

Góður 2-0 sigur í leiknum og mun Ísland því leika til úrslita á mótinu gegn Króatíu eða Síle á sunnudaginn.

Leikurinn hefst klukkan 7:35 að íslenskum tíma.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög