Landslið

EM 2016 - Fjölmiðlafundur 29. júní

Lars og Heimir sátu fyrir svörum í Annecy

29.6.2016

Enn eitt metið var slegið í fjölda fjölmiðlamanna á fundi með þjálfurunum liðsins í Annecy í dag. Milli 60-70 fjölmiðlamenn mættu á fundinn en mikill áhugi er skiljanlega fyrir leik Íslands og Frakklands sem fram fer á sunnudaginn.

Lars og Heimir sátu fyrir svörum fjölmiðlamanna á fundinum og voru spurningarnar eins mismunandi eins og þær voru margar. Mikið var rætt um leikinn gegn Englandi og um hugarfar leikmanna og þjálfara. Einnig var rætt um menntun þjálfara á Íslandi og einu sinni var auðvitað spurt um tannlæknastarf Heimis.

Erlendir fjölmiðlar hafa talað um að íslensku fjölmiðlafundirnir séu með léttu andrúmslofti og hafa lýst ánægju með þá.

En sjón er sögu betri og hérna má horfa á fundinn í heild sinni sem er á íslensku og ensku.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög