Landslið

EM 2016 - Birkir Már: „Erfitt að lýsa því hvað ég er svekktur”

Ísland leikur við Austurríki miðvikudaginn 22. júní

18.6.2016

Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í kvöld er hann reyndi að hreinsa boltann úr vítateig íslenska liðsins. Skiljanlega var Birkir ekki upplitsdjarfur er hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. 

„Það er erfitt að lýsa því, ég er mjög svekktur. Ég var fyrir framan minn mann og ætlaði að hreinsa boltann í burtu. Ef ég hefði verið mjög heppinn hefði hann farið í burtu en ég hitti hann ekki nógu vel,“ segir Birkir Már.Uppleggið var ekki að liggja í vörn allan seinni hálfleikinn. Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við unnum hann og fengum alltaf nýja og nýja sókn á okkur. Við erum taplausir en finnst samt eins og við höfum tapað þessum leik. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik þar sem við þurfum að ná í þrjú stig.”Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög