Landslið

Gylfi Þór: „Þetta er geggjað”

Gylfi segir stuðninginn á vellinum hafa verið magnaðan

14.6.2016

Gylfi Þór Sigurðsson var öflugur á miðjunni í leiknum í kvöld. Hann þurfi að hægja á miðjuspili Portúgala og vera öflugur í hjálparvörninni. Gylfi vildi sértaklega þakka fyrir magnaðan stuðning áhorfenda í leiknum.

Hvernig er tilfinningin eftir leikinn?

Bara mjög góð. Þetta var frábært stig, var gríðarlega erfiður leikur, við vorum í vörn í kannski svona 88 mínútur. Eins og þú heyrir kannski þá er ég alveg að missa röddina en við þurftum að tala svolítið mikið saman og eins og ég segi hlaupa mjög mikið án boltans. Við höfum sýnt það áður í riðlunum að við erum meira en nógu góðir til að verjast í 90 mínútur á móti svona liðum. Það sýnir bara karakterinn í liðinu að lenda 1-0 undir á móti liði eins og Portúgal en einhvern veginn hanga inn í leiknum. Síðum vitum við að við fáum alltaf einhver færi og frábær bolti hjá Jóa og Birkir kláraði frábærlega til að komast í 1-1.


Hvað takið þið útúr leiknum:

Mikið sjálfstraust. Fyrsti leikur í stórmóti og gott að sjá að við erum nógu góðir til að spila á þessu leveli og frábært að ná einu stigi í þessum fyrsta leik. Núna eru tveir leikir eftir og örugglega einn sigur í þeim myndi duga til þess að komast áfram. Við viljum vinna næsta leik og reyna að tryggja þetta sem fyrst.


Hvað um stuðningsmennina?

Þetta er geggjað. Þetta er náttúrulega yndislegt. Þú sást það, þegar allir voru að syngja sama lagið fyrir leikinn. Ég held að allir leikmennirnir hafi bara fengið gæsahúð að hlusta á þetta. Frábær stuðningur og gott að ná í stig þannig að stuðningsmennirnir geta skemmt sér í kvöld.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög