Landslið

A karla - Sagan á bandi Portúgala

Gylfi Þór og Ronaldo hafa báðir skorað í viðureignum liðanna

13.6.2016

Íslenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik á EM og þá um leið sinn fyrsta leik í lokakeppni stórmóts karla í kvöld þegar liðið mætir Portúgal. Segja má að sagan sé á bandi Portúgala en liðin hafa fjórum sinnum mæst á knattspyrnuvellinum og hefur Portúgal unnið alla leikina.

Liðin mættust í undankeppni fyrir Ólympíuleika en fyrri leikurinn fór fram árið 1987 en þá vann Portúgal 2-1 á heimavelli. Guðmundur Steinsson skoraði mark Íslands í leiknum. Seinni leikurinn var árið 1988 en þá unnu Portúgalar 0-1 sigur á Laugardalsvelli. Ísland lenti í neðsta sæti riðilsins sem var gríðarlega sterkur en í honum voru auk Íslands og Portúgals, Ítalía, Austur Þýskaland og Holland.

Liðin áttust svo við í undankeppni fyrir HM 2012. Fyrri leikurinn var árið 2010 en honum lauk með 1-3 sigri Portúgals á Laugardalsvelli þar sem Heiðar Helguson skoraði mark Íslands en leikmaður að nafni Cristiano Ronaldo skoraði eitt marka Portúgal.
Seinni viðureignin fór fram í Portúgal árið 2011 og endaði hann með 5-3 sigri Portúgals. Hallgrímur Jónasson skoraði þá tvö mörk fyrir Ísland en ungur leikmaður skoraði eitt mark fyrir Ísland en það var Gylfi Þór Sigurðsson. Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög