Landslið

Kosovo í HM-riðli með Íslandi

Gíbraltar og Kosovo orðnar FIFA-þjóðir

9.6.2016

Í kjölfar ákvörðunar þings FIFA í maí, þegar Kosovo og Gíbraltar voru samþykkt sem 210. og 211. aðildarþjóðir FIFA, hafa knattspyrnusambönd beggja þessara landa nú þátttökurétt í undankeppni HM 2018, sem hefst í september. 

UEFA hefur nú verið falið það verkefni að aðlaga niðurröðun leikja og keppnismódel undankeppninnar í Evrópu að þessari ákvörðun. Ákveðið hefur verið að Kosovo leiki í I-riðli, þar sem fyrir eru Ísland, Króatía, Úkraína, Tyrkland og Finnland. Leikjum íslenska liðsins í undankeppninni fjölgar því um tvo. 

Gíbraltar verður í H-riðli ásamt Belgíu, Bosníu/Hersegóvínu, Grikklandi, Eistlandi og Kýpur. 

Nánari upplýsingar og fleiri fréttir er að finna á vef FIFA - FIFA.com.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög