Landslið

Ísland leikur við Slóvakíu í kvöld

Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi

16.11.2015

Ísland leikur vináttulandsleik við Slóvakíu í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 19:45. Leikurinn er hluti af undirbúningi íslenska landsliðsins vegna EM í Frakklandi sem fram fer næsta sumar. 

Slóvakía er á svipuðum slóðum á heimslista FIFA og Ísland en liðið er í 27 . sæti en Ísland er í 31. sæti listans. Slóvakía tryggði sér sæti á lokamóti EM með því að enda í 2. sæti í C-riðli en Spánn vann riðilinn. 

Lið Slóvakíu mun ekki leika fram sínu sterkasta liði en Marek Hamšík, leikmaður Napoli, og Martin Škrtel, leikmaður Liverpool, eru ekki með í leiknum í kvöld. 

Pawel Raczkowski er dómari leiksins en hann hefur dæmt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og forkeppni Meistaradeildarinnar. 

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og er sýndur beint á RÚV 2.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög