Landslið

U19 - Ísland mætir Möltu í dag

Leikurinn er seinasta leikur Íslands í undankeppni EM

15.11.2015

U19 ára landslið karla leikur klukkan 13:00 við Möltu í undankeppni EM. 

Leikurinn er seinasti leikur liðsins í undankeppninni en liðið hefur gert jafntefli við Danmörk en tapaði gegn Ísrael. Ísland er því í 3. sæti riðilsins með 1 stig og þarf að vinna stóran sigur til að eiga möguleika á að komast áfram í milliriðil og treysta á hagstæð úrslit í leik Ísraels og Danmerkur. 

Hægt er að fylgjast með leiknum beint á vef UEFA. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög