Landslið

Íslandsmótið í Futsal hefst um helgina

Leikið í Garðinum á laugardaginn

13.11.2015

Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu, Futsal, hefst um helgina þegar leikið verður í B riðli meistaraflokks karla.  Leikið verður í Garðinum, laugardaginn 14. nóvember en, eins og síðustu ár, er riðlakeppnin leikin í hraðmótsformi en úrslitakeppnin eftir hefðbundnum Futsal reglum.

Það eru Víðir, Leiknir/KB, Stál-Úlfur og Reynir Sandgerði sem leika í B-riðli en 2 efstu lið hvers riðils komast í úrslitakeppnina sem leikin verður í Laugardalshöll í janúar.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög