Landslið

Ísland mætir Póllandi í kvöld

Leikur Íslands og Póllands hefst klukkan 19:45 og er í beinni á RÚV

13.11.2015

Íslenska karlalandsliðið mætir Pólverjum í kvöld í vináttuleik en leikurinn hefst klukkan 19:45. Um er að ræða vináttuleik sem er hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir EM í Frakklandi næsta sumar.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir mikilvægt að fá leiki eins og leikinn gegn Póllandi til að prófa leikmenn sem hafa verið á jaðrinum við að komast í A-landsliðshópinn.

Hvernig markmið setur þjálfarateymið sér fyrir þessa leiki?

Markmið númer eitt hjá okkur er alltaf að reyna að vinna leikina og finna okkar leið til þess.  Hitt markmiðið með báðum þessum leikjum er að sjálfsögðu að skoða nýja leikmenn og sjá hvernig þeir virka í okkar umhverfi og í okkar leikkerfi.  Þetta verkefni gefur okkur líka tækifæri til að horfa aðeins lengra inn í framtíðina, með því að skoða þessa leikmenn og sjá þá æfa og spila með sterkum samherjum. 

Kolbeinn Sigþórsson segir sóknarleik pólska liðsins líklega vera þeirra sterkasta vopn.

Pólverjar hafa verið á mikilli siglingu í undankeppninni og skoruðu yfir 30 mörk.  Þeirra styrkur er væntanlega sóknarleikurinn, eða hvað?

Já, allt liðið virðist þó vera vel skipulagt og með góða leikmenn innanborðs í sókn og vörn.  Þetta verður verðugt verkefni að mæta þeim á þeirra heimavelli fyrir framan tæplega 60 þúsund manns.

Nokkrar breytingar á hópnum frá síðustu leikjum í undankeppninni, þar á meðal nokkrir nýliðar í hópnum, sem þó hafa allir leikið fyrir yngri landsliðin og hafa býsna mikla reynslu nú þegar.  Hversu mikilvægt er að hafa leikið með yngri landsliðum áður en skrefið er tekið upp í A-liðið?

Það er að mínu mati mjög mikilvægt að vera búinn að fá þá reynslu að spila fyrir þjóðina í yngri landsliðum, kynnast landsliðsumhverfinu sem er allt annað en að vera í félagsliði.  Það gerir skrefið upp í A-landsliðið að mörgu leyti auðveldara.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og er í beinni útsendingu á RÚV.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög