Landslið

Troðfullur þjóðarleikvangur Pólverja

Stadion Narodowy tekur rúmlega 58.000 áhorfendur – uppselt á vináttuleikinn við Ísland

12.11.2015

Pólland og Ísland mætast í vináttuleik A landsliða karla á Narodowy-leikvanginum í Varsjá á föstudag.  Leikurinn hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.  

Uppselt er á leikinn, sem þýðir að ríflega 58.000 manns munu fylla þennan glæsilega þjóðarleikvang pólska landsliðsins, sem var byggður fyrir úrslitakeppni EM 2012, en sú keppni fór fram í Póllandi og Úkraínu.  

Pólverjar vænta mikils af landsliði sínu, sem tryggði sæti sitt í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi með því að hafna í öðru sæti síns riðils á eftir Þjóðverjum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög