Landslið

U19 karla – Jafntefli gegn Dönum

Ísland jafnaði metin í uppbótartíma

10.11.2015

Íslenska U19 ára landslið karla gerði 1-1 jafntefli við Dani í undankeppni EM en fyrsti leikur liðsins var í dag. Það blés ekki byrlega í upphafi leiks en Danir komust yfir á 4. mínútu leiksins. Ekki var margt um færin í fyrri hálfleik og svo fór að staðan var 1-0 fyrir danska liðinu í hálfleik.

Danska liðið átti fleiri færi í leiknum en það voru samt íslensku strákarnir sem náðu að jafna metin í uppbótartíma. Það var Daði Bæring Halldórsson sem skoraði markið mikilvæga sem skilaði íslenska liðinu stigi úr leiknum. 

Næsti leikur Íslands er gegn Ísrael á fimmtudaginn en Ísrael er á toppi riðilsins eftir sigur á Möltu.


Daði Bæring skoraði mark Íslands. 

(Myndin er birt með leyfi Fótbolta.net)


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög