Landslið

U19 karla - Ísland leikur við Danmörku í dag - Byrjunarliðið

Ísland hefur leik í undankeppni U19 karla gegn Dönum

10.11.2015

U19 ára landslið karla leikur í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM en leikið er á Möltu. 

Ísland er með Danmörku, Möltu og Ísrael í riðli en tvö efstu liðin úr hverjum riðli ásamt liðinu með besta árangurinn í þriðja sæti fara í milliriðil. Ísland leikur við Danmörku í fyrsta leiknum í dag en leikurinn hefst klukkan 13:00 og er hægt að fylgjast með gangi mála á vef UEFA

Byrjunarlið Íslands:

Markmaður:

Sindri Kristinn Ólafsson

Aðrir leikmenn:

Alfons Samsted

Sindri Scheving

Daði Bærings Halldórsson

Birkir Valur Jónsson

Viktor Karl Einarsson

Óskar Jónsson

Albert Guðmundsson

Jón Dagur Þorsteinsson 

Óttar Magnús Karlsson

Hafþór Pétursson


Smelltu hérna til að sjá textalýsingu frá leiknum á vef UEFA.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög