Landslið

U17 karla - Ísland komst í milliriðil í undankeppni EM

Leikið verður í milliriðlum í vor

3.11.2015

UEFA hefur staðfest að strákarnir í U17 landsliðinu hafa tryggt sér sæti í milliriðlum Evrópumótsins 2015-2016 en leikið verður í milliriðlum í vor. 

Fimm þjóðir af þrettán með bestan árangur í 3. sæti í undankeppninni tryggðu sig áfram og þar var íslenska liðið í 4. sæti af 13 liðum. Aðeins telja stig, mörk og spjöld úr leikjunum gegn tveimur efstu liðum hvers undanriðils þegar þessi sæti eru ákvörðuð. 

Þar var íslenska liðið með 1 stig, markatöluna 1-3 og aðeins 3 gul spjöld. Í milliriðli verða átta riðlar og eru fjögur lið í hverjum þeirra. Sigurvegari hvers riðils sem og sjö lið með besta árangur í 2.sæti fara beint í lokakeppnina þar sem þau leika ásamt gestgjafanum sem er að þessu sinni Aserbaídsjan.

 Í lokakeppninni verða fjórir riðlar með fjórum liðum í og fara þá tvö lið beint í undanúrslit úr hverjum riðli.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög