Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi

Tvær breytingar frá síðasta leik

10.10.2015

Ísland leikur í dag sinn seinasta heimaleik í undankeppni EM karlalandsliða 2016.  Mótherjinn er Lettland og hefst leikurinn kl 16:00. Byrjunarlið íslenska liðsins hefur verið opinberað og eru tvær breytingar frá síðasta leik. 

Emil Hallfreðsson kemur inn í byrjunarliðið í stað Arons Einars Gunnarssonar, sem er í leikbanni, og Alfreð Finnbogason verður í framlínunni àsamt Kolbeini Sigþórssyni, sem ber fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars. 

Byrjunarliðið

Markvörður

Hannes Þór Halldórsson

Bakverðir

Birkir Màr Sævarsson og Ari Freyr Skúlason

Miðverðir

Kàri Árnason og Ragnar Sigurðsson

Tengiliðir

Emil Hallfreðsson og Gylfi Sigurðsson

Kantmenn

Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson

Framherjar

Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson (fyrirliði)Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög