Landslið

U21 karla - Árni Vilhjálmsson tryggði Íslandi sigur á Úkraínu

Íslenska liðið er með 10 stig á toppi riðilsins

8.10.2015

U21 árs lið karla vann í kvöld mikilvægan 0-1 sigur á Úkraínu á útivelli í undankeppni EM. Eina mark leiksins kom á 71. mínútu en það var Árni Vilhjálmsson sem skoraði markið. 

Árni hafði komið inn á sem varamaður og stuttu síðar skoraði hann markið mikilvæga. Úkraína fékk fleiri í leiknum til að skora en liðið átti 2-3 skot sem enduðu í tréverkinu. 

En það er ekki spurt að því og Ísland vann góðan sigur á erfiðum útivelli. Ísland er taplaust í riðlinum og er nú með 10 stig eftir leik kvöldsins. Næsti leikur liðsins er gegn Skotlandi á útivelli en leikurinn fer fram á þriðjudaginn.


Félagarnir og Blikarnir Árni Vilhjálmsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru skiljanlega ánægðir með sigurinn í kvöld.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög