Landslið

U19 karla - Tveir leikir gegn Norður Írum

U19 karla leikir tvo vináttuleiki við Norður Íra

8.10.2015

Íslenska U19 ára lið karla leikur tvo vináttuleiki við Norður Íra á komandi dögum. Á morgun, föstudag, leikur liðið á Samsung-vellinum í Garðabæ en leikurinn er klukkan 19:00. 

Seinni leikurinn er á sunnudaginn og verður hann leikinn á K&G-vellinum í Sandgerði. Leikurinn hefst klukkan 12:00 á sunnudaginn. 

Leikirnir er hluti af undirbúningi U19 liðsins sem leikur undankeppni EM í nóvember.  Ísland er í riðli með Ísrael, Danmörku og Möltu í undankeppninni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög