Landslið

Styrkleikalisti FIFA

14.1.2004

FIFA hefur gefið út fyrsta styrkleikalista sinn á nýju ári og er Ísland í 56. sæti, fer upp um tvö sæti frá því í desember. Afar lítið er um breytingar ofar á listanum þar sem ekki er mikið um landsleiki á þessum tíma og eru liðin í sætum 1 til 46 í sömu sætum nú og í síðasta mánuði. Brasilíumenn, sem eru í efsta sæti listans, hafa sem fyrr gott forskot á næstu lið, Frakkland og Spán.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög