Landslið

A landslið karla í 23. sæti á FIFA listanum

Hæsta staða liðsins frá því mælingar hófust

9.7.2015

A landslið karla er í sinni hæstu stöðu á styrkleikalista FIFA frá því mælingar hófust.  Á nýútgefnum lista er Ísland í 23. sæti af öllum aðildarþjóðum FIFA og ef einungis Evrópuþjóðir eru teknar með í reikninginn er Ísland númer 16 í röðinni og jafnframt efst Norðurlandaþjóða.  Íslenska liðið tók svo sannarlega stökk frá síðasta lista, fer upp um heil 14 sæti.


Argentína kemst í efsta sæti listans og fer þar með upp fyrir Þýskaland og Belgíu.  Kólumbía er í fjórða sæti og næstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016, Hollendingar, eru í 5. sæti.  Af öðrum þjóðum sem eru í 1. riðli með Íslandi og Hollandi er það að frétta að Tékkar eru í 20. sæti, Tyrkir í 48. sæti, Lettar í 87. sæti og Kasakar í sæti 142.
Styrkleikalisti FIFA

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög