Landslið

A karla - Vináttulandsleikur við Albaníu

23.1.2004

Samið hefur verið við Knattspyrnusamband Albaníu um að A-landslið þjóðanna mætist í vináttulandsleik í Tirana 31. mars næstkomandi, en sá dagur er alþjóðlegur leikdagur. Ísland og Albanía voru saman í riðli í undankeppni EM 1992 og höfðu Albanir betur í Tirana 1-0, en á Laugardalsvelli tryggðu Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen 2-0 sigur Íslands. Yfirlit yfir landsleiki má sjá í valmyndinni hér til vinstri.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög