Landslið

U17 - Spánn og Þýskaland í undanúrslitin

Undarúrslitin verða leikin á miðvikudaginn á Vodafone-vellinum

28.6.2015

U17 - Spánn og Þýskaland í undanúrslitin Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Englendingum í kvöld þegar liðin mættust í úrslitakeppni U17 kvenna á Fylkisvelli. 

 Lokatölur urðu 5 – 0  fyrir Þýskaland eftir að þeir höfðu tveggja marka forystu í leikhléi.  Með sigrinum tryggði þýska liðið sér sæti í undanúrslitum þar sem Sviss verður mótherjinn. Þær þýsku fengu sannarlega óskabyrjun því fyrsta markið kom strax á 2. mínútu leiksins.  Ljóst var að Þjóðverjar ætluðu sér áfram og réðu ferðinni allan leikinn.  Þar vó þáttur framherjans öfluga, Stefanie Sanders, þungt því hún skoraði næstu fjögur mörk og var Englendingum erfiður ljár í þúfu.

Íslenska liðið tapaði gegn sterku liði Spánverja en Spánn komst yfir á 17. mínútu með marki Patricia Guijarro. Það var svo Andrea Sierra sem gulltryggði Spáni sigurinn með marki á 63. mínútu en leikurinn endaði 2-0. Íslenska liðið sýndi mikla baráttu í leiknum og endaði mótið með ágætum leik. 

Það verða því Spánn og Þýskaland sem fara í undaúrslitin úr riðlinum en Spánverjar mæta Frökkum í hinum undanúrslitaleiknum sem fara fram miðvikudaginn 1. júlí.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög