Landslið

U17 - Frakkland og Sviss í undanúrslitin

Sviss lagði Frakkland og vann B-riðil

28.6.2015

Það er ljóst að Frakkland og Sviss leika í undanúrslitum á lokamóti U17 kvenna. Sviss vann Frakkland 2-1 á meðan Noregur vann Írland 2-0 og Sviss vinnur því B-riðilinn með 7 stig en Frakkar koma næst með 6 stig. 

Noregur endar mótið með 4 stig en Írar fengu ekki stig á mótinu. Frakkar og Sviss fara því í undanúrslitun sem leikin verða á miðvikudag á Vodafone-vellinum. 

Þrjú lið geta komist í undanúrslitin úr A-riðli en Þýskaland, Spánn og England eiga öll möguleika á að komast áfram. Ísland leikur við Spán á Kópavogsvelli og England mætir Þýskalandi á Fylkisvelli en leikirnir hefjast klukkan 19:00.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög