Landslið

U17 - Frakkar með fullt hús

Hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum

25.6.2015

Frakkar unnu sigur á Norðmönnum í úrslitakeppni EM U17 kvenna en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Frakka og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Frakkar hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitum en Sviss og Noregur berjast um hitt undanúrslitasætið úr B-riðli.

Franska liðið er virkilega sterkt og hafði undirtökin í leiknum.  Fyrra markið kom á 20. mínútu en það síðara á 36. mínútu.  Franska liðið hélf forskotinu til leiksloka og hefur enn ekki fengið á sig mark í keppninni.

Á sunnudaginn mætast svo Frakkland og Sviss á Fylkisvelli kl. 13:00 og á sama tíma leika Noregur og Írland á Kópavogsvelli.  Frakkar hafa 6 stig, Sviss er með 4 stig og Noregur er með 1 stig.  Írar eru hinsvegar án stiga.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög