Landslið

U17 - Spænskur stórsigur

Eitt mark dugði Sviss á Laugardalsvelli

25.6.2015

Tveir leikir fóru fram í dag í úrslitakeppni U17 kvenna en leikið var á Akranesvelli og Laugardalsvelli.  Spánverjar unnu nokkuð óvæntan stórsigur á Þjóðverjum, 4 - 0 en á Laugardalsvelli dugði eitt mark Sviss til að leggja Íra.

Eitt mark dugði Sviss til sigurs

Sviss vann 1-0 sigur á Írlandi í B-riðli á lokamóti U17 kvenna en leikið var á Laugardalsvelli. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur en bæði lið sýndu mikla baráttu og reyndu hvað þau gátu til að skora.

Það var samt eitt mark sem réði úrslitum leiksins en það kom frá Sviss. Alisha Lehmann skoraði markið á 55. mínútu með laglegu skoti en eftir markið átti írska liðið góð færi en boltinn vildi ekki í markið.

1-0 sigur Sviss sem er á toppi B-riðils með 4 stig. Klukkan 19:00 mætast svo Frakkland og Noregur á Laugardalsvelli.

Stórsigur Spánverja

Það voru nokkuð óvænt tíðindi á Akranesvelli í dag þegar Spánverjar unnu stóran sigur á ríkjandi meisturum, Þjóðverjum.  Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Spán eftir að forystan hafði verið þrjú mörk í leikhléi.

Það var framherjinn Lucia Garcia sem fór hamförum í fyrri hálfleik en hún skoraði öll mörk Spánverja fyrir leikhlé.  Fyrsta markið koma eftir 9 mínútna leik en seinni tvö mörkin á 21. og 36. mínútu.  Spænska liðið réð ferðinni lengst af og þó að Þjóðverjar hafi ekki náð sér á strik í leiknum, fengu þær 2 fín færi til að minnka muninn.

Seinni hálfleikur var heldur tíðindalítill, spænska liðið hélt boltanum vel innan liðsins og gaf Þjóðverjum fá færi á sér.  Þýska liðið jók heldur sóknarþungann þegar leið á seinni hálfleikinn en það var spænska liðið sem bætti við einu marki í uppbótartíma og fagnaði góðum stórsigri í leikslok.

Seinni leikur A-riðils verður á Akranesi kl. 19:00 þegar Ísland mætir Englandi.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög