Landslið

U17 - Ísland mætir Englandi á Akranesi

Leikið er á Akranesvelli og Laugardalsvelli

25.6.2015

Það er leikdagur á lokamóti U17 kvenna í dag, fimmtudag. Fjórir skemmtilegir leikir í boði. Það er spilað á Akranesvelli og Laugardalsvelli en leikirnir sem áttu að fara fram á Víkingsvelli voru færðir á Laugardalsvöll vegna vallaraðstæðna.

Á Akranesvelli spilar Þýskaland við Spán klukkan 13:00 en klukkan 19:00 leikur Ísland við England á Akranesvelli.

Á Laugardalsvelli leikur Írland við Sviss klukkan 13:00 en seinni leikur dagsins er klukkan 19:00 þar sem Frakkland etur kappi við Noreg.

Eins og á öllum leikjum mótsins verður fjölskyldudagskrá fyrir alla leiki þar sem boðið er upp á pylsur, hoppukastala, áritanir landsliðsmanna og happdrætti.

Það er því um að gera að skella sér á völlinn í dag og sjá efnilegustu fótboltakonur Evrópu spila.

Smelltu hérna til að fara á vef mótsins.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög