Landslið

U17 kvenna - Jafnt hjá Noregi og Sviss

Fjörugur leikur á Kópavogsvelli í kvöld

22.6.2015

Noregur og Sviss gerðu 2 - 2 jafntefli í kvöld í seinni leik B riðils úrslitakeppni U17 kvenna en leikið var á Kópavogsvelli.

Það voru norsku stúlkurnar sem byrjuðu betur og komust yfir eftir 10 mínútna leik en svissneska liðið jafnaði metin á 36. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í leikhléi. 

Dæmið snerist svo við í seinni hálfleiknum því þær svissnesku voru undan að skora en þær norsku jöfnuðu metin aðeins þremur mínútum síðar og þar við sat.

Frakkar unnu Íra fyrr í dag og eru því í efsta sæti B riðils en Noregur og Sviss koma svo með eitt stig.  Næstu leikir riðilsins fara fram á Víkingsvelli á fimmtudaginn en þá mætast Írland og Sviss kl. 13:00 en Frakkland og Noregur kl. 17:00.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög