Landslið

U17 kvenna - Frakkar lögðu Íra

Jafntefli hjá Englandi og Spáni

22.6.2015

Úrslitakeppni EM U17 kvenna hófst í dag með tveimur leikjum sem hófust báðir kl 13:00. 

Írland - Frakkland

Frakkland vann 1-0 sigur á Írlandi í B-riðli en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Eina mark leiksins kom á 65.mínútu þegar Laurent skallaði knöttinn í mark Íra. Markmaður írska liðsins stökk upp í boltann en hafði ekki erindi sem erfiði og endaði knötturinn í markinu.

Franska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og skapaði sér fleiri færi en írska liðið sem lék aftur á vellinum og beitti skyndisóknum.

Seinni leikur B-riðils fer fram klukkan 19:00 en þá mætast Noregur og Sviss

England - Spánn

England og Spánn gerðu jafntefli, 1 - 1, í fyrsta leik A-riðils en leikið var í Grindavlik.  Eftir jafnan en markalausan fyrri hálfleik komust Englendingar yfir á 51. mínútu en það tók spænska liðið aðeins þrjár mínútur að jafna leikinn.  Spænska liðið sótti heldur meira sem eftir lifði leiks en jafntefli í heildina sanngjörn niðurstaða þar sem tvo sterk lið mættust. 

Seinni leikurinn í riðlinum er leikur Íslands gegn Þýskalandi sem hefst á Grindavíkurvelli kl. 19.00Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög