Landslið

Skemmtileg dagskrá fyrir leiki U17 kvenna!

Viltu komast á leik hjá A-liðum Íslands, fá þér pylsu eða fara í hoppukastala?

20.6.2015

Úrslitakeppni Evrópumóts U17 kvenna hefst á Íslandi á mánudaginn, 22. júní, en leikið er í Reykjavík, Kópavogi, Grindavík og Akranesi. Á mótinu leika efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu og má því búast við spennandi og skemmtilegu móti. 

Frítt er á alla leiki mótsins en Ísland er meðal liða og hvetjum við alla að koma á leiki mótsins.

Fyrir hvern leik verður boðið upp á knattþrautir, hoppukastala og grillaðar pylsur. Landsliðskonur munu einnig líta við á alla velli, heilsa upp á krakkana, dreifa plakötum af landsliðum Íslands og árita. Einnig verður happdrætti á hverjum leik þar sem miðar á landsleiki með A-landsliðum kvenna og karla verða meðal vinninga. Dregið verður út á meðan leikjum stendur en vinningshafar verða að vera á staðnum til að hljóta vinningana.

Það er því ríkt tilefni til að skella sér á leikina og skemmta sér ærlega. Boðið verður upp á pylsur, hoppukastala og knattþrautir fyrir leikina og svo er dregið úr happdrættismiðum undir lok leikja.

Sjáumst á vellinum! 

Leikjadagskrá:

Leikdagur Vikud Leikvöllur Tími Leikur
22. júní Mán. Grindavíkurvöllur 13:00 ENG-SPÁ
22. júní Mán. Grindavíkurvöllur 19:00 ÍSL-ÞÝS
22. júní Mán. Kópavogsvöllur 13:00 ÍRL-FRA
22. júní Mán. Kópavogsvöllur 19:00 SVI-NOR
         
25. júní Fim. Laugardalsvöllur 13:00 ÍRL-SVI
25. júní Fim. Laugardalsvöllur 19:00 FRA-NOR
25. júní Fim. Akranesvöllur 13:00 ÞÝS-SPÁ
25. júní Fim. Akranesvöllur 19:00 ÍSL-ENG
         
28. júní Sun. Kópavogsvöllur 19:00 SPÁ-ÍSL
28. júní Sun. Kópavogsvöllur 13:00 NOR-ÍRL
28. júní Sun. Fylkisvöllur 19:00 ÞÝS-ENG
28. júní Sun. Fylkisvöllur 13:00 FRA-SVI
         
1. júlí Mið. Valsvöllur 13:00 Undanúr.
1. júlí Mið. Valsvöllur 19:00 Undanúr.
         
4. júlí Lau. Valsvöllur 14:00 Úrslit

Smelltu hérna til að skoða leiki mótsins.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög