Landslið

Frábær sigur á Tékkum

Ísland vann góðan 2-1 sigur og er á toppi riðilsins

12.6.2015

Ísland vann í kvöld frábæran 2-1 sigur á Tékkum í undankeppni EM. Leikurinn var uppgjör efstu liðanna í riðlinum en með sigrinum komst Ísland í toppsæti riðilsins. 

Ísland átti góðan leik í kvöld en það voru samt Tékkar sem komust yfir en Borek Dockai skoraði af nokkuð löngu færi. En íslenska liðið lét það ekki slá sig útaf laginu og stuttu síðar eða á 60.mínútu skallaði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson boltann í markið eftir snarpa sókn.

Það var svo á 76.mínútu að sigurmarkið leit dagsins ljós en Kolbeinn Sigþórsson náði þá að leika á tvo varnarmenn Tékka og koma boltanum í netið. Liðin áttu sín færi undir lok leiksins en náðu ekki að skora og niðurstaðan 2-1 sigur Íslands.

Staðan í riðlinum er því þannig að Ísland er á toppnum með 15 stig, Tékkar eru næstir me13 stig og svo Holland með 10 stig.

Næsti leikur Ísland er í haust en þá leikum við úti gegn Hollandi en svo leikum við gegn Kasakstan heima. 

Ísland 2 - 1 Tékkland (0-0)
0-1 Borek Dockal 55.mín.
1-1 Aron Einar Gunnarsson 60.mín.
2-1 Kolbeinn Sigþórsson 76.mín.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög