Landslið
UEFA EURO 2016

Viltu starfa við úrslitakeppni EM 2016?

Leitað er að sjálfboðaliðum til starfa við keppnina

1.6.2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna sjálfboðaliðastarfs við úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016, en keppnin fer fram í Frakklandi sumarið 2016.  Alls munu um 6.500 sjálfboðaliðar starfa við mótið, sem fer fram í 10 borgum víðs vegar um Frakkland.  Mótið er gríðarlega umfangsmikið og mun þáttur sjálfboðaliða vera stór í því að sem best til takist og til að mótið verði sem glæsilegast.

Skráning umsókna fer fram á vefsíðunni www.volunteers.euro2016.fr og er opið fyrir umsóknir til loka nóvembermánaðar.  Sérstakur verndari sjálfboðaliðaverkefnisins er Christian Karembeu, fyrrverandi landsliðsmaður Frakka.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög