Landslið
Lars Lagerbäck

Lars:  Sanngjörn úrslit

Í vináttuleikjum fá leikmenn mikilvægt tækifæri og reynslu

31.3.2015

Lars Lagerbäck, annar þjálfari A landsliðs karla, sat fyrir svörum á fjölmiðlafundi að loknum vináttulandsleik Eistlands og Íslands í Tallinn í kvöld, þriðjudagskvöld.  Lars sagði leikinn hafa verið opinn og sérlega fjörugan fyrir áhorfendur og að úrslitin, 1-1 jafntefli, hefðu verið sanngjörn.

Lars fannst íslenska liðið ekki vera nógu þétt í sínum varnarleik og að liðið í heild hefði mátt vera hreyfanlegra.  Vissulega hafi íslenska liðið skapað góð færi, en það hefðu heimamenn gert líka.  Þjálfarinn sænski vildi þó meina að opinn og fjörugur leikur sé kannski ekki alltaf það sem þjálfararnir vilji sjá, þó það sé vissulega skemmtilegast fyrir áhorfendur. 

Vináttuleikjum fer fækkandi og því sé enn mikilvægara en áður, að sögn Lars, að nýta þá til að gefa leikmönnum tækifæri og reynslu og það sé eitt af því jákvæða sem hann taki út úr leiknum við Eistland.  Þetta hafi verið góður undirbúningur fyrir næsta verkefni, heimaleik í undankeppni EM 2016 gegn Tékkum í júní.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög